Innlent

Móðir fórnarlambs eineltis: Þetta hefur haft mikil áhrif á hann

„Þetta byrjaði sumarið eftir 2. bekk og hann hefur verið mjög einangraður alltaf," segir Berglind Þorvaldsdóttir, móðir ellefu ára gamals drengs í Hveragerði sem hefur ekki treyst sér til að mæta í skólann í heilan mánuð vegna eineltis. Hún segir í viðtali við Ísland í dag að hún sé búin að fá nóg og ætli að flytja frá bænum.

„...svo er afmælið hans 21. júní og hann situr spenntur og bíður þar sem öllum bekknum var boðið. Og það kom einn í veisluna og engin forföll boðuð. Þetta var fyrst grátur en svo redduðum við þessu, öll stórfjölskyldan var bara fengin," segir Berglind í viðtalinu við Ísland í dag.

„Þetta hefur haft mikil áhrif á hann," segir Berglind meðal annars í viðtalinu.

Og son hennar langar ekki að fara aftur í skólann sinn. „Núna þegar þetta byrjaði aftur hefur mér liðið hörmulega, ég er bara búinn að vera heima í staðinn fyrir að vera úti," segir sonur Berglindar.



Hægt er að horfa á viðtalið við mæðginin með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×