Innlent

Íbúar í 105 og 108 hvattir til að moka frá sorptunnum

Mynd úr safni
Íbúar í Teigunum, Sundunum, Leitunum og Gerðunum í Reykjavík eru beðnir um að moka snjó frá sorptunnum við heimili sín í kvöld ef þeir eiga þess kost. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sorphirðubílar verða í þessum hverfum á morgun 9. mars og mikilvægt er að aðgengi að sorpskýlum sé gott.

Starfsfólk sorphirðunnar sinnir störfum sínum í pósthverfum 105 og 108 á morgun miðvikudag en það getur tekið á að draga fullar tunnur í vondri færð.

Það myndi létta starfsfólki sporin ef greiður aðgangur er að sorptunnum.

Fimmtudaginn 10. mars verða sorphirðubílar á ferðinni í Heima- og Voghverfinu, Smáíbúðahverfinu og Fossvogi og á föstudaginn í neðra Breiðholti.

Sjá sorphirðukort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×