Innlent

Bjarni leggst gegn hugmyndum um hátekjuskatt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir ríkisstjórnina hafa keyrt fram úr hófi í skattastefnu sinni.
Bjarni Benediktsson segir ríkisstjórnina hafa keyrt fram úr hófi í skattastefnu sinni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki koma til greina af sinni hálfu að samþykkja 70% skatt á hálaunafólk.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á bloggsíðu sinni í dag að hún treysti því að lagt verði fram frumvarp um 70-80% skatt á þá sem eru með yfir 1200 þúsund krónur í laun á mánuði. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Steingrímur J. Sigfússon ekki útiloka hátekjuskatt á ofurlaunamenn.

„Ef há laun í einhverjum banka verða ríkisstjórninni tilefni til þess að fara með tekjuskattsprósentuna upp í 70% erum við í miklu verri málum en maður hefði gert sér grein fyrir," segir Bjarni Benediktsson. Hann segir að ríkisstjórnin hafi keyrt fram úr öllu hófi í skattastefnu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×