Innlent

Kynin í tölum: Konur í körfubolta en karlar í knattspyrnu

Frá kvennafrídeginum, 24. október 2010
Frá kvennafrídeginum, 24. október 2010 Mynd: Valli
Fleiri konur eru félagar í Sambandi íslenskra listamanna en fleiri karlar eiga verk á Listasafni Reykjavíkur.

Laugardalslaug og Árbæjarlaug eru vinsælustu sundlaugarnar í Reykjavík og eru karlmenn í meirihluta meðal sundgesta.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum bæklingi sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur gefið út með tölfræðilegum upplýsingum um stöðu kynjanna í borginni.

Margt forvitnilegt kemur í ljós þegar bæklingnum er flett, meðal annars að fleiri konur stunduðu körfubolta en karlar árið 2009 en fleiri karlar iðkuðu knattspyrnu.

Tilefni útgáfunnar nú er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars.

Bæklinginn Kynlegar tölur má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×