Innlent

Stálprammi á reki út af Snæfellsnesi

Þyrla frá gæslunni fann prammann og er varðskip nú á leiðinni til þess að taka hann í tog.
Þyrla frá gæslunni fann prammann og er varðskip nú á leiðinni til þess að taka hann í tog.
Óþekktur prammi úr stáli er á reki út af Dritvík á Snæfellsnesi og stafar sjófarendum mikil hætta af honum þar sem hann marar nánast hálfur í kafi.

Aðeins 30 til 50 sentímetrar eru ofan sjávarmáls þannig að hann sést vart í ratsjá. Áhöfn á fiskiskipi sá til prammans  síðdegis í gær og lét Landhelgisgæsluna vita og var þyrla í æfingaflugi send á vettvang til að staðfesta það. Varðskip er nú á leið á vettvang og á að reyna að koma böndum á prammann og draga hann til lands.

Ekkert er vitað um uppruna hans, en fyrir nokkrum mánuðum sást til óþekkts pramma suður af Vestmannaeyjum, og kann þetta að vera sá sami. Þykir mildi að skip eða bátar skuli ekki hafa siglt á hann á rekinu vestur fyrir landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×