Björgvin Páll: Feginn að losna við aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2011 08:00 Björgvin Páll Gústavsson er á sínu fyrsta tímabili með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Bongarts Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma. Íslenski handboltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma.
Íslenski handboltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira