Innlent

Settu „spillingarstimpil“ á Alþingi í nótt

Óþekktur aðili virðist hafa farið á stjá í nótt og merkt innganga Alþingis og Landsbankans í Austurstræti með Batman merkinu víðfræga. Aðilinn sendi frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Alþingi fær spillingarstimpilinn" sem á að skýra gjörninginn og fer yfirlýsingin hér á eftir:

„Í dag er svartur dagur í sögu Íslands, dagur spillingar. Alþingi hefur samþykkt að samþykkja seinustu drög ICESAVE samningsins vegna ríkisábyrgðar fyrir dæmdan glæpamann. Það er ekkert lagalega rétt við það. Utan þess þrífast þar glæpir, lygar, svik, eigin hagsmunir, peningaþvottur, vanhæfni og óábyrgð líka. Eru þetta skilaboðin sem stjórnvöld vilja senda til þjóðarinnar?

Við berjumst gegn spillingu, og við krefjumst þess að stjórnvöld geri það líka. Merkið þekkja flestir og flestir vita að fyrir hvað það stendur. Nú veit þjóð að hér ríkir spilling.

Væri gaman að sjá þingmenn mæta og svara fyrir sakir sínar.

Spillinguna burt."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×