Handbolti

Andri Berg: Leikurinn gegn Fram vakti okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andri Berg Haraldsson lék með Fram í fyrra.
Andri Berg Haraldsson lék með Fram í fyrra. Mynd/Anton
„Mér fannst við vera sterkari aðilinn, við vorum bara ekki að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir nauman sigur liðsins á Val í kvöld 29-27.

Mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn en á lokakaflanum sigu Íslandsmeistararnir framúr.

„Það var ákveðinn andi sem vantaði í fyrri hálfleik. Við vorum bara klaufar að komast ekki lengra framúr. Mér fannst við eiga mikið inni í fyrri hálfleiknum."

„Um leið og við fórum að berjast eins og menn þá náðum við að fjarlægjast þá."

FH tapaði illa fyrir Fram í fyrstu umferð en hefur unnið báða leiki sína eftir það. „Tapið í fyrstu umferð var eitt mesta kjafthögg sem ég hef fengið í handbolta. Við vorum niðurlægðir í þeim leik. Sá leikur vakti okkur og við höfum verið grimmir eftir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×