Handbolti

FH-ingar með annan sigurinn í röð - unnu Val í Krikanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk í kvöld.
Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk í kvöld. Mynd/Valli
FH-ingar unnu í kvöld tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í handbolta, 29-27, og eru Íslandsmeistararnir því búnir að vinna tvo leiki í röð eftir tap á móti toppliði Fram í fyrstu umferð.

Mikið jafnræði var með liðunum alveg fram í miðjan seinni hálfleikinn en þá settu heimamenn í gírinn og keyrðu fram úr. Þeir komust í 23-20 sem var mesti munurinn milli liðanna í leiknum þegar þar var komið við sögu.

FH-ingar létu þessa forystu ekki af hendi og unnu á endanum tveggja marka sigur. FH er því með fjögur stig eftir þrjá leiki en Valur þrjú stig. Nánari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.



FH – Valur 29-27 (12-13)

Mörk FH (skot): Ragnar Jóhannsson 7 (10), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (7), Andri Berg Haraldsson 4/3 (4/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (9), Hjalti Pálmason 3 (4), Ólafur Gústafsson 3 (8), Baldvin Þorsteinsson 2/1 (4/1), Halldór Guðjónsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 0 (1).

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, Sigurður Örn Arnarson 1.

Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ragnar 2, Baldvin)

Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 2, Ólafur, Ragnar).

Utan vallar: 4 mínútur

Mörk Valur (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Anton Rúnarsson 6 (10), Finnur Ingi Stefánsson 5 (7), Sturla Ásgeirsson 5/1 (6/1), Magnús Einarsson 2 (3), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Atli Már Báruson 1 (2), Valdimar Fannar Þórsson 0 (2).

Varin skot: Hlynur Morthens 15/1

Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Orri, Sturla)

Fiskuð víti: 1 (Orri)

Utan vallar: 2 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×