Erlent

Óttast frekari hryðjuverk á Norður-Írlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumaður í Armagh. Mynd/ AFP.
Lögreglumaður í Armagh. Mynd/ AFP.
Lögreglan á Norður-Írlandi hefur beðið fólk þar um að fara að með gát um páskanna vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Yfirvöld hafa einnig aukið öryggisgæslu mjög af sömu sökum. Lögreglumenn fundu í gær töluvert magn af skotfærum í suðurhluta Armagh. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir þremur vikum lét 25 ára gamall lögreglumaður frá Norður - Írlandi lífið í bílasprengjuárás og nú er talið að aftur verði látið til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×