Ályktunargáfa Hæstaréttar Davíð Þór Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ofbeldismaðurinn væri ekki ábyrgur fyrir áverkunum sem konan hlaut af fallinu, aðeins áverkunum af barsmíðunum. Refsing mannsins var því milduð úr tveggja ára fangelsi í 18 mánuði og skaðabæturnar sem honum var gert að greiða henni voru lækkaðar úr 860.000 kr. í 300.000 kr. Mikið hlýtur að vanta upp á að nógu ítarlega sé greint frá öllum málavöxtum í þessu greinarkorni til að nokkrum óbrjáluðum manni geti fundist heil brú í þessari niðurstöðu. Á kona þessi sér langa sögu af áráttukenndri hegðun sem lýsir sér í því að hún er sýknt og heilagt að fleygja sér fram af svölum og því bendi ekkert til þess að sú ákvörðun hennar að láta vaða hafi staðið í einhverju sambandi við barsmíðarnar sem hún sætti alveg þangað til hún stökk? Iðkaði konan „base-jump“ af slíkri ástríðu að hún lét það ekki aftra sér frá því að stunda íþrótt sína að verið væri að lúberja hana? Ég hef ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug fleiri skýringar sem gætu réttlætt þessa niðurstöðu. Hvernig í ósköpunum getur það talist ósannað að maðurinn beri ábyrgð á fallinu? Auðvitað breytir það ósköp litlu í hinu stóra samhengi hvort maðurinn kemur sex mánuðum fyrr eða síðar úr fangelsi til að halda uppteknum hætti, sem rannsóknir sýna að allar líkur eru á að hann geri fái hann ekki meðferð við ofbeldishegðun sinni í afplánuninni. En hægt er að berja allmargar konur á sex mánuðum og þessi dómur getur því skipt sköpum í lífi þeirra sem verða á vegi hans þessa sex mánuði sem hann öðrum kosti hefði verið á bak við lás og slá. Samt fæ ég ekki betur séð en að Hæstiréttur hafi með þessum úrskurði sett fram uppskrift að því hvernig drepa megi mann og komast upp með það: Hrekja hann fram af klettum. Sé Hæstiréttur sjálfum sér samkvæmur þyrfti hann að komast að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið hrakningarnar sem drápu manninn, heldur lendingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ofbeldismaðurinn væri ekki ábyrgur fyrir áverkunum sem konan hlaut af fallinu, aðeins áverkunum af barsmíðunum. Refsing mannsins var því milduð úr tveggja ára fangelsi í 18 mánuði og skaðabæturnar sem honum var gert að greiða henni voru lækkaðar úr 860.000 kr. í 300.000 kr. Mikið hlýtur að vanta upp á að nógu ítarlega sé greint frá öllum málavöxtum í þessu greinarkorni til að nokkrum óbrjáluðum manni geti fundist heil brú í þessari niðurstöðu. Á kona þessi sér langa sögu af áráttukenndri hegðun sem lýsir sér í því að hún er sýknt og heilagt að fleygja sér fram af svölum og því bendi ekkert til þess að sú ákvörðun hennar að láta vaða hafi staðið í einhverju sambandi við barsmíðarnar sem hún sætti alveg þangað til hún stökk? Iðkaði konan „base-jump“ af slíkri ástríðu að hún lét það ekki aftra sér frá því að stunda íþrótt sína að verið væri að lúberja hana? Ég hef ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug fleiri skýringar sem gætu réttlætt þessa niðurstöðu. Hvernig í ósköpunum getur það talist ósannað að maðurinn beri ábyrgð á fallinu? Auðvitað breytir það ósköp litlu í hinu stóra samhengi hvort maðurinn kemur sex mánuðum fyrr eða síðar úr fangelsi til að halda uppteknum hætti, sem rannsóknir sýna að allar líkur eru á að hann geri fái hann ekki meðferð við ofbeldishegðun sinni í afplánuninni. En hægt er að berja allmargar konur á sex mánuðum og þessi dómur getur því skipt sköpum í lífi þeirra sem verða á vegi hans þessa sex mánuði sem hann öðrum kosti hefði verið á bak við lás og slá. Samt fæ ég ekki betur séð en að Hæstiréttur hafi með þessum úrskurði sett fram uppskrift að því hvernig drepa megi mann og komast upp með það: Hrekja hann fram af klettum. Sé Hæstiréttur sjálfum sér samkvæmur þyrfti hann að komast að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið hrakningarnar sem drápu manninn, heldur lendingin.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun