Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2011 22:44 Valskonan Íris Ásta Pétursdóttir lætur hér vaða á markið í kvöld. Mynd/Stefán Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira