Innlent

Beðið viðbragða frá stjórnvöldum

Kjaradeilur Kjaraviðræður eru að komast á fullt og hafa ASÍ og SA undirritað viðræðuáætlun um sameiginleg mál. Samtökin bíða viðbragða stjórnvalda.Fréttablaðið/Pjetur
Kjaradeilur Kjaraviðræður eru að komast á fullt og hafa ASÍ og SA undirritað viðræðuáætlun um sameiginleg mál. Samtökin bíða viðbragða stjórnvalda.Fréttablaðið/Pjetur
Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undirrituðu á mánudag viðræðuáætlun um sameiginleg mál, en samkvæmt því skal ríkissáttasemjari taka að sér stjórn viðræðna vísi eitthvert aðildarsamtaka ASÍ kjaradeilu sinni til hans.

Í tilkynningu frá SA segir að báðir aðilar bíði eftir svörum ríkis­stjórnar varðandi aðkomu stjórnvalda að gerð nýrra kjarasamninga.

Starfsgreinasamband Íslands, að undanskildum hinum svokölluðu flóafélögum, Eflingu, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, hefur þegar vísað sinni deilu við SA til sáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hafði viðræðum miðað hægt og var því málum vísað til sáttasemjara til að þrýsta á um markvissari viðræður.

Kjaramál hafa verið í brennidepli síðustu vikur þar sem flestallir samningar eru lausir og ber nokkuð á milli samningsaðila. Þá hafa einstök félög lýst sig andvíg svokallaðri samræmdri launastefnu. - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×