Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.
Það hefur dugað Valsliðinu að skora bara eitt mark í síðustu fjórum bikarsigrinum sínum. Þær tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrra á sjálfsmarki Stjörnunnar og hafa síðan unnið alla bikarleiki sína í sumar með markatölunni 1-0.
Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur skorað sigurmarkið í tveimur leikjum, á móti Breiðabliki og Aftureldingu en Caitlin Miskel tryggði Val 1-0 sigur á Stjörnunni í átta liða úrslitunum.
Tíu bikarsigrar Valsliðsins í röð:
2009
8 liða úrslit: Völsungur-Valur 0-4
Undanúrslit: Valur-Stjarnan 5-0
Úrslitaleikur: Valur-Breiðablik 5-1
2010
16 liða úrslit: Breiðablik-Valur 1-2
8 liða úrslit: Fylkir-Valur 0-2
Undanúrslit: Valur-Þór/KA 3-0
Úrslitaleikur: Stjarnan-Valur 0-1
2011
16 liða úrslit: Breiðablik-Valur 0-1
8 liða úrslit: Stjarnan-Valur 0-1
Undanúrslit: Afturelding-Valur 0-1
Úrslitaleikur: KR-Valur ?-?
Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn