Lífið

Baksviðs á Eurovision

MYNDIR/EÁ
MYNDIR/EÁ

Meðfylgjandi myndir voru teknar baksviðs í útvarpshúsinu Efstaleiti þegar lagið Aftur heim sigraði úrslitakeppnina í ár. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlega góð stemning á meðal keppenda og starfsfólks sjónvarpsins baksviðs.

Umrætt lag verður framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í Þýskalandi í vor. Lagið er eftir Sigurjón Brink og textinn eftir Þórunni Clausen eiginkonu hans.

Bestu vinir Sjonna fluttu lagið, en það eru þeir Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Benedikt Brynleifsson, Vignir Snær Vigfússon, Matthías Matthíasson og Pálmi Sigurhjartarson.

Sjö lög tóku þátt en lagið Ég trúi á betra líf í flutningi Magna Ásgeirssonar varð í öðru sæti.

Hérna syngja vinir Sjonna og eiginkona sigurlagið rétt áður en þeir stígu á svið í gær.

Myndband af hópnum eftir úrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.