Það hefur gengið ágætlega á sjóbirtingsslóðum í Vestur Skaftafellssýslu að undanförnu, en mikið hefru að sama skapi verið um steinsugubit á sjóbirtingum. Jafnvel meira en áður þótt erfitt sé að fullyrða þár um.
Af og til í allt haust hafa fréttir borist af því að óvenju hátt hlutfall fiska í einstökum hollum séu bitnir fiskar með sár eftir steinsugur. Eru fiskar ýmist með ný og blæðandi sár, gróin og gömul sár eða allt þar á milli og sumir fiskar jafnvel með nokkur á ýmsum stigum. Þetta hefur sést í Fossálum, Tungulæk, Tungufljóti og miklu víðar og hafa veiðimenn stundum haft á orði í haust að sugufjandinn sé að fjölga sér.
Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4051
Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði

