Lífið

Björgvin Franz leystur út með spegli

Erfið stund Björgvin var leystur út með gjöfum frá samstarfsfólki sínu, meðal annars upptökustjóranum Eggerti.Fréttablaðið/Stefán
Erfið stund Björgvin var leystur út með gjöfum frá samstarfsfólki sínu, meðal annars upptökustjóranum Eggerti.Fréttablaðið/Stefán
„Þetta var mjög súrsæt tilfinning og það er alveg rosalega erfitt að hætta enda er þetta skemmtilegasta djobb í heimi, það er ekkert sem toppar þetta,“ segir Björgvin Franz Gíslason.

Í gær fóru fram síðustu tökur á Stundinni okkar í hans stjórn og nú taka við nýir stjórnendur eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá. Björgvin og fjölskylda hafa sett stefnuna á Ameríku en ekki er enn komið á hreint hvort af vesturferðinni verður. „Það ætti allt að skýrast á næstunni.“

Björgvin var að sjálfsögðu leystur út með gjöfum en meðal þess sem hann fékk afhent frá samstarfsfólki sínu var Spegill Spegilsson, góðkunningi Stundarinnar. „Hann hefur fylgt mér í öll þessi þrjú ár, bara síðan við mamma skrifuðum fyrstu þættina.“ Björgvin fékk auk þess hljóðkrukkur, risastórt úkúlele og köku með nafninu sínu á. „Það mættu alveg ótrúlega margir og ég á mörgum að þakka enda margir sem eiga mikinn heiður skilinn fyrir þessa þætti,“ segir Björgvin en óhætt er að fullyrða að hann hafi hætt á toppnum með Eddu-verðlaunin í rassvasanum.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.