Innlent

Fjörutíu ár frá því Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl

Heimir Már Pétursson skrifar
Á morgun eru fjörutíu ár frá því íslenskur blaðamaður og fuglafræðingur festu kaup á uppstoppuðum Geirfugli á uppboði hjá Sotheby's í Lundúnum. Fuglinn var keyptur fyrir söfnunarfé og kostaði sem svaraði þá til verðs á einbýlishúsi. Geirfuglinn var útdauður með öllu um miðja 19. öldina. Á einni viku tókst að safna fyrir líklegu verði fuglsins, eða tveimur milljónum, góðu húsverði 1971.

Valdimar Jóhannesson blaðamaður og Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun voru forystumenn um söfnun fyrir kaupunum. Þeir héldu svo til Lundúna með söfnunarféð. En þáverandi borgarstjóri, seðlabankastjóri og menntamálaráðherra höfðu lofað Valdimar að leggja fram allt að 4 milljónir til viðbótar ef á þyrfti að halda. Með hjálp lögmanns í Lundúnum var svo boðið í fuglinn sem loks var sleginn á tvær milljónir.

Hægt verður að skoða fuglinn á opnu húsi hjá Náttúrufræðistofnun á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×