Innlent

Tveir á skilorð fyrir skattalagabrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Hæstiréttur dæmdi í dag 38 ára gamlan karlmann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 42 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hann starfaði hjá og meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnustarfsemi hans sjálfs.

Alls nam vangoldinn virðisaukaskattur fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir um 10 milljónum árið 2006 og 2007 og vangoldin staðgreiðsla nam tæpum átta milljónum árið 2006 og 2007.

Þá dæmdi Hæstiréttur jafnramt annan 38 ára gamlan karlmann í dag í sex mánaða fangelsi og til að greiða 37 milljóna króna sekt vegna vanskila á staðgreiðslu og virðisaukaskatti í fyrirtæki sem hann var framvkæmdastjóri fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×