Innlent

Besti flokkurinn ætlar að bjóða fram á landsvísu

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Besti flokkurinn ætli að bjóða fram á landsvísu.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Besti flokkurinn ætli að bjóða fram á landsvísu.
„Ég held ég þori að fullyrða að við munum fara fram á landsvísu,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík og stofnandi Besta flokksins, í samtali við Sölva Tryggvason í þætti hans í gær.

Hann sagði að Best flokkurinn ætti að verða virtur stjórnmálaflokkur og það sé byrjað að leggja á ráðin með það. „Við erum að ræða við fólk og byrja að skipuleggja okkur,“ sagði Jón.

Jafnframt sagði hann að hann kynni vel við borgastjóra starfið. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, ég sé mig sem borgarstjóra eins lengi og fólk vill,“ sagði Jón. „Mér finnst samskiptin bara ganga vel, þettta er allt vandað og gáfað fólk,“ sagði Jón um samstarf við aðra flokka í borginni.

Þá sagðist hann ráðfæra sig oft við fólk. „Ég er svo heppinn að eiga góða konu sem er mér innan handar, sem er bæði gáfaðri og þroskaðri en ég. Ef ég er í vafa get ég alltaf borið mál undir hana,“ sagði Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×