Innlent

Segir niðurskurð bitna á konum og minnir á jafnréttislögin

Niðurskurður í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar mun fækka konum í stjórnunarstöðum, lækka laun þeirra sem fyrir verða og hefur í för með sér verri þjónustu fyrir börn og foreldra. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur sent Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs bréf þar sem bent er á þetta en afrit af bréfinu fór til Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra. Kristín minnir á lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna en samkvæmt þeim ber að bæta sérstaklega stöðu kvenna.

Kristín minnir borgarfulltrúa alla á að virða jafnréttislögin við fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir og koma í veg fyrir:

a) Að þjónusta við börn verði skert.

b) Að þjónustu verði velt af borginni yfir á heimilin en reynslan kennir okkur að slíkar

aðgerðir bitna harðar á konum en körlum enda er ójafnvægi í heimilisstörfum milli

kynja ærið fyrir.

c) Að konum fækki í stjórnendastöðum umfram karla hjá borginni.

d) Að mjög mikilvægar kvennastéttir eða hópar innan þeirra lækki í launum.

e) Að launa- og kynjamisrétti aukist vegna sparnaðaraðgerða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×