Innlent

Borgin fékk "spillingarstimpilinn" í nótt

Aðilarnir sem á dögunum merktu innganga Alþingis með Batman merkinu fræga létu aftur til skarar skríða í nótt. Í þetta sinn merktu þeir Ráðhús Reykjavíkur með þessum „spillingarstimpli“ sem þeir kalla svo.

Tilgangurinn er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum í skólamálum borgarinnar. „Það hefur átt sér stað trúnaðarbrestur milli Menntaráðs og starfsfólks Reykjavíkurborgar. Við hörmum að, nú þegar hefur Menntaráð ekki einungis tekið ákvörðun um niðurskurð í borginni, heldur líka tilkynnt  fjölda starfsfólks formlega að starf þeirra verði lagt niður. Fólki sem vann vel við tillögur fyrir faglegum og fjárhagslegum ávinningi  sem á að kynna borgarráðinu í dag. Ekki er vitað neitt um fjárhagslegan ávinning,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum gjörningsins.

„Þetta er ekkert annað en vanhæfni og vanvirðing í starfi. Við krefjumst ábyrgðar. Nú veit þjóð að hér ríkir spilling,“ segir að lokum.


Tengdar fréttir

Settu „spillingarstimpil“ á Alþingi í nótt

Óþekktur aðili virðist hafa farið á stjá í nótt og merkt innganga Alþingis og Landsbankans í Austurstræti með Batman merkinu víðfræga. Aðilinn sendi frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Alþingi fær spillingarstimpilinn“ sem á að skýra gjörninginn og fer yfirlýsingin hér á eftir:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×