Innlent

Gjaldskrár tannlækna fæla frá

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna endurgreiðslu tannlæknakostnaðar barna voru 250-300 milljónum króna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir á síðasta ári.

Lög gera ráð fyrir að Sjúkratryggingar Íslands greiði 75% af kostnaði fyrir börn 17 ára og yngri en vegna misræmis á opinberri gjaldskrá og raunverulegri gjaldskrá tannlækna hefur greiðsluþátttakan verið innan við 50% af raunkostnaði foreldra, segir á vef velferðarráðuneytisins.

Vegna þess hve mikill kostnaður lendir á foreldrum leita nú færri börn en áður eftir þjónustu tannlækna.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nú séu að hefjast viðræður um nýjan samning milli ráðuneytisins og Sjúkratrygginga annars vegar og tannlækna hins vegar: „Þá vonast ég til þess að samkomulag náist um eina gjaldskrá vegna tannlækninga barna sem geti tryggt að kostnaðarþátttaka hins opinbera verði allt að 75% af raunkostnaði fyrir allar almennar tannlækningar barna,“ segir Guðbjartur um samningsmarkmið ríkisins í þeim viðræðum. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×