Nýr tölvuleikur Plain Vanilla seldur hjá Apple 11. október 2011 14:41 Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira