Sport

Metaregn í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum

Thelma B. Björnsdóttir
Thelma B. Björnsdóttir

Sannkallað metaregn var í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Als féllu 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í gær, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet.

Jón Margeir Sverrisson, S14 100 skrið 0:59,05

Hjörtur M. Ingvarsson, S5 100 skrið 1:39,30

Thelma B. Björnsdóttir, S6 50 skrið 0:48,25

Thelma B. Björnsdóttir, S6 100 skrið 1:42,84

Vaka Þórsdóttir, S11 100 bak 2:26,83

Hjörtur M. Ingvarsson, S5 100 skrið 1:04,94

Thelma B. Björnsdóttir heldur áfram að finna taktinn í lauginni en hún setti 8 Íslandsmet um helgina. Jón Margeir Sverrisson setti tvö met, Hjörtur Már Ingvarsson setti fjögur, Pálmi Guðlaugsson setti tvö, Vaka Þórsdóttir tvö og Marinó Ingi Adolfsson setti eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×