Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október. Grant náði athygli tónlistarunnenda með plötunni The Queen of Denmark á síðasta ári og var hún valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo.
Aðrar hljómsveitir sem hafa bæst við dagskrána eru sænsku rokkararnir í Dungen, dönsku poppararnir í Treefight for Sunlight, Zebra and Snake frá Finnlandi og hin svissneska Oy. Einnig hafa heimamennirnir í Sin Fang og Agent Fresco bæst í hópinn. Áður höfðu verið bókaðar sveitir á borð við The Vaccines frá Bretlandi og Endless Dark. Miðasala fer fram á Icelandairwaves.is.
John Grant á Airwaves
