Innlent

Svandís íhugaði að hætta í pólitík

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagðist hafa íhugað að hætta í pólitík í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá einum í kvöld. Hún talaði einnig um Icesave-samningin sem fyrsta samninganefndin náði en fyrir henni fór faðir hennar. Hún sagði að sér fyndist leiðinlegt þegar talað væri illa um pabba sinn.

Aðspurð hvort hún hafi íhugað að hætta í pólitík svaraði hún: „Já, ég held að allir hafi hugsað um að hætta í vinnunni ef það er erfitt og leiðinlegt," sagði Svandís í viðtalinu og benti á að að traust kjósenda myndi skipta sig miklu máli. „Ég met það mjög mikils, ég er kosin til að vera þingmaður," sagði Svandís meðal annars og þakkaði það traust sem henni væri sýnt

Hún var spurð út í fyrsta Icesave-samninginn sem fyrsta samninganefndin náði en fyrir henni fór faðir hennar, Svavar Gestsson, og út í neikvæðar raddir sem heyrðust í samfélaginu á þeim tíma. „Mér finnst alltaf leiðinlegt þegar talað er illa um pabba minn, ég er eins og allar aðrar stelpur með það," sagði Svandís en tók fram að faðir sinn væri opinber persóna og þannig hafi það alltaf verið. „Ég neitaði til dæmis að setjast upp í ráðherrabílinn þegar ég var 14 ára," sagði Svandís og benti á að sér hafi fundist það smáborgaralegt. Hún sagðist hafa tekið þá ákvörðun, sín, félaga sinna og samfélagsins, vegna að tjá sig ekki um samninginn sem faðir hennar náði. „Ég vil ekki fara út í þá umræðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×