Innlent

Sjómaður féll útbyrðis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús. Mynd/ Pjetur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús. Mynd/ Pjetur.
Sjómaður í áhöfn á skipi sem var að veiðum undan Skaftárfjöru féll útbyrðis. Félagar hans í áhöfninni náðu manninum fljótlega upp úr sjónum. Hann reyndist hafa skorið sig við fallið og því var ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Læknir og sigmaður sigu niður í skipið úr þyrlunni og var maðurinn hífður upp. Að því loknu var flogið með manninn á Landspítalann í Fossvogi. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×