Innlent

Íslendingar vilja 16% makrílkvótans

Enn á að reyna að ná samkomulagi um nýtingu makrílstofnsins á fundi, sem hefst í Osló í dag. Himinn og haf ber í milli krafna Íslendinga annarsvegar, og hugmynda Norðmanna og Evrópusambandsins hinsvegar, um hlutdeild Íslendinga í honum. Við viljum 16 til 17 prósent af heildarkvótanum, en Norðmenn og Evrópusambandið hafa boðið okkur liðlega þrjú prósent. Síðast þegar fundað var um málið í nóvember í fyrra, slitnaði upp úr viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×