Á eigin forsendum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. janúar 2011 11:14 Ég hef nýlokið lestri á góðri bók, loksins. Ég ætlaði aldrei að hafa mig í gegnum hana. Ekki af því hún væri svo leiðinleg eða löng, heldur hafði ég látið aðra lesendur bókarinnar hræða mig, með svakalegum lýsingum á söguþræðinum. Ég var dögum saman að hafa mig í gegnum fyrstu kaflana, síðu fyrir síðu, af ótta við eitthvað, ég veit ekki hvað. Það var ekki fyrr en ég tók á mig rögg og herti mig við lesturinn yfir helgina að ég skammaðist í gegnum bókina. Ég vil ekki gera lítið úr spennandi atburðarás sögunnar eða ógnvænlegum atburðunum sem áttu sér þar stað. Þeir fengu hárin svo sannarlega til að rísa. En ég varð ekki eins hrædd og ég hafði verið hrædd um. Eftir að lestri lauk steinsofnaði ég eins og latur hrútur og hraut til morguns. Ég hafði látið æsa mig upp að óþörfu. Lifað mig svo inn í upplifanir og lýsingar annarra að ég steingleymdi að fylgjast með minni eigin upplifun á sögunni. Kannski hefði ég einmitt orðið eins hrædd og ég var hrædd um að ég yrði, ef ég hefði ekki verið búin að láta hræða mig fyrir fram. Ég á þetta til, að láta leiða mig eitthvert á asnaeyrum, þangað sem ég hefði annars ekkert farið. Hnykkur í flugvél sem ég mundi ekkert kippa mér upp við með nefið ofan í blaði verður að brotnum og brennandi flugvélavæng í huga mínum, ef ég lít upp á óttaslegin andlit samfarþega minna. Ég læt litast af umsögnum fólks um kvikmyndir áður en ég fer að sjá þær sjálf, veit síðan ekkert hvað ég á að halda þegar ég skemmti mér hið besta á mynd sem átti að vera yfirgengilega leiðinleg. Þetta er auðvitað algjör vitleysa. Það á alls ekki að láta upplifanir eða skoðanir annara rugla sig í ríminu. Best er að nálgast alla hluti á eigin forsendum og með opnum hug. Stundum er þó erfitt að komast að niðurstöðu um eitthvað nema hlusta á það sem aðrir hafa að segja um málið. Heilbrigð skoðanaskipti mætti jafnvel kalla það. Við lestur næstu draugasögu ætla ég ekki að láta spila svona með mig. Verða heldur logandi hrædd á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Ég hef nýlokið lestri á góðri bók, loksins. Ég ætlaði aldrei að hafa mig í gegnum hana. Ekki af því hún væri svo leiðinleg eða löng, heldur hafði ég látið aðra lesendur bókarinnar hræða mig, með svakalegum lýsingum á söguþræðinum. Ég var dögum saman að hafa mig í gegnum fyrstu kaflana, síðu fyrir síðu, af ótta við eitthvað, ég veit ekki hvað. Það var ekki fyrr en ég tók á mig rögg og herti mig við lesturinn yfir helgina að ég skammaðist í gegnum bókina. Ég vil ekki gera lítið úr spennandi atburðarás sögunnar eða ógnvænlegum atburðunum sem áttu sér þar stað. Þeir fengu hárin svo sannarlega til að rísa. En ég varð ekki eins hrædd og ég hafði verið hrædd um. Eftir að lestri lauk steinsofnaði ég eins og latur hrútur og hraut til morguns. Ég hafði látið æsa mig upp að óþörfu. Lifað mig svo inn í upplifanir og lýsingar annarra að ég steingleymdi að fylgjast með minni eigin upplifun á sögunni. Kannski hefði ég einmitt orðið eins hrædd og ég var hrædd um að ég yrði, ef ég hefði ekki verið búin að láta hræða mig fyrir fram. Ég á þetta til, að láta leiða mig eitthvert á asnaeyrum, þangað sem ég hefði annars ekkert farið. Hnykkur í flugvél sem ég mundi ekkert kippa mér upp við með nefið ofan í blaði verður að brotnum og brennandi flugvélavæng í huga mínum, ef ég lít upp á óttaslegin andlit samfarþega minna. Ég læt litast af umsögnum fólks um kvikmyndir áður en ég fer að sjá þær sjálf, veit síðan ekkert hvað ég á að halda þegar ég skemmti mér hið besta á mynd sem átti að vera yfirgengilega leiðinleg. Þetta er auðvitað algjör vitleysa. Það á alls ekki að láta upplifanir eða skoðanir annara rugla sig í ríminu. Best er að nálgast alla hluti á eigin forsendum og með opnum hug. Stundum er þó erfitt að komast að niðurstöðu um eitthvað nema hlusta á það sem aðrir hafa að segja um málið. Heilbrigð skoðanaskipti mætti jafnvel kalla það. Við lestur næstu draugasögu ætla ég ekki að láta spila svona með mig. Verða heldur logandi hrædd á eigin forsendum.