Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun