Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald - Var með bensínbrúsa inn í íbúðinni

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að kona á þrítugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 15. febrúar næstkomandi. Talið er að hún hafi kveikt í íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði aðfaranótt 14. janúar.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang að húsinu voru íbúar verið búnir að slökkva eld sem kviknað hafði í íbúð á jarðhæð. Íbúðin var full af reyk og var lögreglumönnum tjáð að kona væri inn í íbúðinni. Vitni að atvikinu segja að konan hafi komið út úr íbúðinni eftir að eldurinn kviknaði, og farið svo aftur inn í íbúðina. Lögreglumenn kölluðu svo á konuna og hafi hún þá komið út.

Maður sem hafði fengið að gista hjá vini sínum, sem átti íbúðina, og boðið konunni að gista hjá sér. Hann hafi svo farið út klukkan þrjú og hafi konan þá hringt í hann um kvöldið og sagt við hann að hún ætlaði að kveikja í íbúðinni. Hann tók ekki mark á orðum hennar.

Hún var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þegar tekin var skýrsla af henni á vettvangi hafi viðbrögð hennar verið án samhengis en fram kom að hún hafi verið með bensínbrúsa í íbúðinni en kvaðst hafa kviknað í vegna þess að hún hafi verið að færa til kerti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×