Lífið

Var bara ýkt sætum konum boðið?

Meðfylgjandi myndir voru teknar í indversku dömuboði á föstudaginn var þar sem stórglæsilegar konur komu saman og snæddu brot af því besta er í boði á matseðli nýja veitingastaðarins Gandhi í Pósthússtræti. Þá fengu allar dömurnar að bragða dísætar „cupcakes" frá Friðriku Hjördísi Geirsdóttur og að loknum fordrykknum tók við veisla fyrir augu og bragðlauka en á Gandhi er suður indversk matreiðsla í hávegum höfð.

Tilgangur kvöldsins var að leiða saman skemmtilegar konur og færa þær inn í kryddaða indverska heima að sögn skipuleggjenda.

Athafnakonan Yesmine Olsson þeytti skífum og fyrirsætur frá Elite sýndu franskar Dim sokkabuxur sem fást í Lyfju Lágmúla og Smáralind en sýningarstúlkurnar voru farðaðar með Make Up Store snyrtivörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×