Innlent

Lögregla rannsaki ásakanir í stað pukurslegrar karlakirkju

Barbara Blain er talsmaður, Snap, alheimssamtaka fórnarlamba kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar.
Barbara Blain er talsmaður, Snap, alheimssamtaka fórnarlamba kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar.
Talskona alheimssamtaka fórnarlamba kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar segir kirkjuna ekki færa um að rannsaka sig sjálfa. Í stað sjálfstæðrar rannsóknarnefndar ætti lögreglan að rannsaka málið. Biskup kaþólikka hér á landi baðst fyrirgefningar í yfirlýsingu í dag.

Pétur Bürcher, biskup kaþólikka á Íslandi, staðfesti í dag að rannsóknarnefnd undir forsæti Róberts Spanó myndi rannsaka í kjölinn ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar. Í yfirlýsingunni bað hann jafnframt þá sem kynnu að hafa orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar afsökunar.

Barbara Blain er talsmaður, Snap, alheimssamtaka fórnarlamba kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar. Hún segir kaþólsku kirkjuna ófæra um að rannsaka sig sjálfa.

„Við trúum því ekki að forn, ströng og pukursleg karlaregla eins og kaþólska kirkjan geti innt af hendi nokkurs konar sjálfstæða rannsókn. Við teljum nauðsynlegt að fórnarlömb, vitni og uppljóstrarar komi öllum upplýsingum til lögreglu og saksóknara. Það eru þessir aðilar sem eiga að rannsaka þessar ásakanir um kynferðisbrot presta," segir Barbara.

Hún segir samtökin hafa frétt af ofbeldinu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Svo virðist sem ofbeldið hafi verið þaggað niður í áraraðir. „Það sem kemur á óvart er að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar hafa vitað um þessi kynferðisbrot og þaggað þau niður í stað þess að vernda sakleysi íslenskra barna."


Tengdar fréttir

„Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus"

Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. Þá hvetja þau til þess að á vef kaþólsku kirkjunnar verði birt nöfn og búseta allra slíkra níðinga sem starfað hafa hjá kaþólski kirkjunni á Íslandi.

Rannsóknarnefnd skipuð vegna kynferðisbrota innan kaþólsku kirkjunnar

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, hefur ákveðið að skipuð verði sjálfstæð rannsóknarnefnd sem fjalla mun um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Pétur veitt Róberti Spanó, prófessor í lögfræði, umboð til að manna nefndina og útbúa það regluverk sem rannsóknarnefndin mun síðan vinna eftir.

Biskupinn biður fórnarlömb afsökunar

Biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi Pétur Bürcher biður alla þá sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar, afsökunar og fyrirgefningar. Biskupinn segist með þessari yfirlýsingu vera að feta í fótspor Benedikts páfa sem gerði slíkt hið sama fyrir nokkru. Mikið hefur verið rætt og ritað um kynferðisbrot innan kirkjunnar síðustu daga og hefur biskupinn tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka þær ásakanir sem þar koma fram.

Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi

Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×