Innlent

Sömdu við Þýðingarmiðstöð ESB til eins árs

Fulltrúar íslenska þýðingafyrirtækisins Markmáls og Þýðingamiðstöðvar Evrópusambandsins (e. Translation Centre for the Bodies of the European Union) skrifuðu í gær undir samning um þýðingar á almennu efni sambandsins yfir á íslensku. Samningurinn er gerður til eins árs með möguleika á framlengingu til þriggja ára.

Þýðingamiðstöð Evrópusambandsins er staðsett í Lúxemborg sér um þýðingar fyrir 56 stofnanir  sambandsins sem staðsettar eru í 22 Evrópulöndum. Miðstöðin þýðir allar upplýsingar á heimasíðum stofnananna, sem og allt kynningarefni og annað efni sem stofnanirnar senda frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×