Viðskipti erlent

Hagnaður móðurfélags Norðuráls 7 milljarðar í fyrra

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 60 milljóna dollara eða um 7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 206 milljónum dollara.

Í tilkynningu um uppgjör ársins segir að fjórði ársfjórðungur í fyrra hafi komið sérlega vel út en hagnaður þess tímabils nam rúmum 65 milljónum dollara. Til saman burðar var rúmlega 24 milljón dollara tap á sama tímabili 2009.

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir í tilkynningunni að stjórn félagsins sé ánægð með þann árangur sem náðist á síðasta ári og að árið í ár byrji einnig vel hvað tekjuflæðið varðar.

Kruger hefur hinsvegar dregið úr bjartsýni félagsins um framkvæmdirnar í Helguvík. Hann segir nú að varleg áætlun geri ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist að nýju á þessu ári. Í fyrri tilkynningum um uppgjör hefur Kruger sagt að framkvæmdir hæfust á fyrrihluta þessa árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×