Merkileg skýrsla Pétur Gunnarsson skrifar 19. janúar 2011 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikil verðmæti eru fólgin í orkuauðlindum landsins. Vegna hækkandi orkuverðs og baráttu gegn loftslagsbreytingum mun verðmæti þeirra margfaldast í framtíðinni ef rétt er á málum haldið. Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps sem iðnaðarráðherra fól að móta heildstæða orkustefnu. Skýrslan er hið merkasta plagg og mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á umræður sem nú fara fram um eitt stærsta hagsmunamál almennings í landinu. Þar kemur fram að af hugsanlegum orkuforða í vatnsafli og jarðhita er þegar búið að nýta 17.000 gígavattstundir, þar af 3.000 til almennrar notkunar en afgangurinn fer til stóriðju. Hvert 360.000 tonna álver notar um 5.000 gígavattstundir af raforku. Bætist tvö stór álver við í hóp orkunotenda hér á landi væri því búið að ráðstafa um 27.000 gígavattstundum. Í skýrslu orkustefnunefndarinnar er á því byggt að orkuauðlindir fallvatns og jarðhita á Íslandi geti skilað 30.000 til 50.000 gígavattstundum af raforku. Ástæða þess hve breitt bil er frá áætluðum lægri mörkum að áætluðum hærri mörkum liggur í þeirri miklu óvissu sem ríkir um raunverulega afkastagetu jarðhitasvæða. Drög að nýrri orkustefnu byggja á því að við uppbyggingu jarðhitavirkjana þurfi að tryggja vinnslugetu þeirra til langrar framtíðar. Svokölluð jafnstöðuvinnsla jarðhitasvæða sé sjaldnast þekkt fyrirfram heldur komi í ljós við rannsóknir eftir því sem orkuvinnslu vindur fram. Í skýrslunni er miðað við 100-300 ára nýtingartíma auðlindarinnar. Það er viðmiðunartími sjálfbærrar nýtingar. Í þessu felast tímamót, þar sem þessi stefnumörkun er mun varfærnari gagnvart nýtingu jarðhitasvæða en sú stefna sem opinberir aðilar hafa fylgt til þessa og hefur miðast við afskriftartíma mannvirkja fremur en afkastagetu auðlinda. Meðalverð raforku frá Landsvirkjun til stóriðju var 19 Bandaríkjadalir á megavattstund í upphafi ársins 2010, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Á sama tíma var meðalverð 60 dalir í Norður-Evrópu en yfir 100 dalir innan OECD. Orkustefnunefndin bregður upp þeirri framtíðarsýn að árið 2030 verði framleiddar 35.000 gígavattstundir af raforku hérlendis og að verð þróist fram til þess tíma á þann hátt að það verði orðið sambærilegt við markaði í Norður-Evrópu. Gangi það eftir gæti árleg framlegð af raforkuvinnslu á Íslandi orðið yfir 190 milljarðar króna á ári hverju, miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Hverjir 10 dalir í hærra orkuverði mundu þá skilað orkugeiranum yfir 40 milljörðum króna í aukinn hagnað á ári hverju. Þessar tölur úr skýrslu orkustefnunefndar sýna hve gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt samfélag og hve mikið núlifandi og ófæddar kynslóðir eiga undir ákvörðunum sem teknar verða um framtíð orkufyrirtækja og eignarhald og ráðstöfun orkufyrirtækja og orkuauðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Gunnarsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun
Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikil verðmæti eru fólgin í orkuauðlindum landsins. Vegna hækkandi orkuverðs og baráttu gegn loftslagsbreytingum mun verðmæti þeirra margfaldast í framtíðinni ef rétt er á málum haldið. Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps sem iðnaðarráðherra fól að móta heildstæða orkustefnu. Skýrslan er hið merkasta plagg og mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á umræður sem nú fara fram um eitt stærsta hagsmunamál almennings í landinu. Þar kemur fram að af hugsanlegum orkuforða í vatnsafli og jarðhita er þegar búið að nýta 17.000 gígavattstundir, þar af 3.000 til almennrar notkunar en afgangurinn fer til stóriðju. Hvert 360.000 tonna álver notar um 5.000 gígavattstundir af raforku. Bætist tvö stór álver við í hóp orkunotenda hér á landi væri því búið að ráðstafa um 27.000 gígavattstundum. Í skýrslu orkustefnunefndarinnar er á því byggt að orkuauðlindir fallvatns og jarðhita á Íslandi geti skilað 30.000 til 50.000 gígavattstundum af raforku. Ástæða þess hve breitt bil er frá áætluðum lægri mörkum að áætluðum hærri mörkum liggur í þeirri miklu óvissu sem ríkir um raunverulega afkastagetu jarðhitasvæða. Drög að nýrri orkustefnu byggja á því að við uppbyggingu jarðhitavirkjana þurfi að tryggja vinnslugetu þeirra til langrar framtíðar. Svokölluð jafnstöðuvinnsla jarðhitasvæða sé sjaldnast þekkt fyrirfram heldur komi í ljós við rannsóknir eftir því sem orkuvinnslu vindur fram. Í skýrslunni er miðað við 100-300 ára nýtingartíma auðlindarinnar. Það er viðmiðunartími sjálfbærrar nýtingar. Í þessu felast tímamót, þar sem þessi stefnumörkun er mun varfærnari gagnvart nýtingu jarðhitasvæða en sú stefna sem opinberir aðilar hafa fylgt til þessa og hefur miðast við afskriftartíma mannvirkja fremur en afkastagetu auðlinda. Meðalverð raforku frá Landsvirkjun til stóriðju var 19 Bandaríkjadalir á megavattstund í upphafi ársins 2010, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Á sama tíma var meðalverð 60 dalir í Norður-Evrópu en yfir 100 dalir innan OECD. Orkustefnunefndin bregður upp þeirri framtíðarsýn að árið 2030 verði framleiddar 35.000 gígavattstundir af raforku hérlendis og að verð þróist fram til þess tíma á þann hátt að það verði orðið sambærilegt við markaði í Norður-Evrópu. Gangi það eftir gæti árleg framlegð af raforkuvinnslu á Íslandi orðið yfir 190 milljarðar króna á ári hverju, miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Hverjir 10 dalir í hærra orkuverði mundu þá skilað orkugeiranum yfir 40 milljörðum króna í aukinn hagnað á ári hverju. Þessar tölur úr skýrslu orkustefnunefndar sýna hve gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt samfélag og hve mikið núlifandi og ófæddar kynslóðir eiga undir ákvörðunum sem teknar verða um framtíð orkufyrirtækja og eignarhald og ráðstöfun orkufyrirtækja og orkuauðlinda.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun