Þrífyllti Hörpuna en komst ekki í gegnum greiðslumat 13. desember 2011 10:00 Sáttur Þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum greiðslumatið hjá bankanum sínum er Örn Elías bara sáttur með það, bankinn hafi sennilega verið að gera honum og fjölskyldunni meiri greiða heldur en hitt.Fréttablaðið/Stefán „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira