Þrífyllti Hörpuna en komst ekki í gegnum greiðslumat 13. desember 2011 10:00 Sáttur Þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum greiðslumatið hjá bankanum sínum er Örn Elías bara sáttur með það, bankinn hafi sennilega verið að gera honum og fjölskyldunni meiri greiða heldur en hitt.Fréttablaðið/Stefán „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira