Segist ekki skulda yfir 20 milljarða: Spunameistarar beita öllum ráðum 18. maí 2011 13:18 Björgólfur og Róbert eiga í hatrammri baráttu innan réttarsala. Myndin er samsett. „Við erum að sjá enn eitt dæmi þess að spunameistarar Björgólfs beita öllum ráðum í uppgjöri hans við íslenskt samfélag og ég undrast að talsmaður Björgólfs telji sig hafa upplýsingar um persónulegar ábyrgðir Róberts," segir Árni Harðarson, lögmaður Róberts Wessman, um fullyrðingu talsmanns Björgólfs Thors , um að Róbert skuldi persónulega yfir 20 milljarða króna. Hann vísar þessu alfarið á bug en Ragnhildur Sverrisdóttir fullyrðir þetta í viðtali við Vísi í morgun. Róbert stefndi félögunum Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. Ástæðan var sú að hann taldi sig eiga inni 30 milljónir evra, eða um 4,6 milljarða króna, vegna árangurstengdrar þóknunar. En Róbert var forstjóri Actavis, áður Delta, í tæp tíu ár. Félögin kröfðust þess að málinu yrði vísað frá og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það í gær. Árni sagði í gær, þegar leitað var viðbragða við frávísuninni, að hann hefði áhyggjur af drætti málsins þar sem hann óttaðist að félög Björgólfs sem stefnt var í málinu, færu í þrot áður en efnisdómur fengist fyrir dómstólum, þar sem búið væri að færa eignarhaldið á Actavis í annað félag í eigu Björgólfs. „Við höfum eðlilega áhyggjur af greiðslugetu félaga Björgólfs enda hefur hann og félögin sjálf skriflega lýst því yfir að eigið fé í Novator, félagi hans, sem við höfum stefnt geti ekki staðið við sínar skuldbindingar," segir Árni en Vísir hefur undir höndum póst frá Björgólfi til Róberts þar sem Björgólfur skrifar meðal annars orðrétt: „Eins og þú veist og rætt hefur verið á fundum með þér og fulltrúum þínum þá eiga sér stað viðræður á milli Actavis og DB um endurskipulagningu skulda félagsins. Eins og staðan er í dag þá er fyrirtækið yfir skuldsett og getur ekki staðið undir greiðslum á þeim lánum sem hvíla á félaginu. Þá er einnig ljóst að fjárhæð skulda er verulega umfram verðmæti félagsins og því ekkert eigið fé er eftir í strúktúrnum, þ.m.t. í Novator Pharma sárl (þar sem þú ert hluthafi) og Novator Pharma Holding Limited". Þess ber að geta að pósturinn var sendur í september 2009, eða um ári áður en Björgólfur samdi við kröfuhafa sína. En Árni áréttar ótta sinn vegna póstsins og segir: „Hann hefur komið verðmætustu eign sinni í Actavis Group í skjól og fært eignarhaldið til Tortóla í gegnum nokkur eignarhaldsfélög." Árni nefnir Actavis sérstaklega því eignarhald Björgólfs á félaginu er grundvöllur skuldauppgjörs hans samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi um málið á síðasta ári. Um skuldir Róberts segir Árni að fullyrðingar Ragnhildar séu einfaldlega rangar, „og virðast settar fram til þess eins að verjast umræðu um slæma stöðu félaga Björgólfs," bætir hann við. Spurður um stöðu Róberts segir Árni: „Björgólfur Thor eða talskona hans þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Róbert geri ekki upp skuldir sínar. Ljóst er að krafa Róberts á hendur félaga í eigu Björgólfs mun vel duga fyrir uppgjöri á skuldum hans." Tengdar fréttir Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31 Segir Wessman skulda persónulega yfir 20 milljarða króna "Róbert Wessman hefur ákveðið að áfrýja frávísun Héraðsdóms og auðvitað er það sjálfsagður réttur hans, vilji hann halda málinu til streitu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, um ákvörðun Róberts Wessman að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær. 18. maí 2011 10:09 Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan „ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. 17. maí 2011 15:46 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við erum að sjá enn eitt dæmi þess að spunameistarar Björgólfs beita öllum ráðum í uppgjöri hans við íslenskt samfélag og ég undrast að talsmaður Björgólfs telji sig hafa upplýsingar um persónulegar ábyrgðir Róberts," segir Árni Harðarson, lögmaður Róberts Wessman, um fullyrðingu talsmanns Björgólfs Thors , um að Róbert skuldi persónulega yfir 20 milljarða króna. Hann vísar þessu alfarið á bug en Ragnhildur Sverrisdóttir fullyrðir þetta í viðtali við Vísi í morgun. Róbert stefndi félögunum Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. Ástæðan var sú að hann taldi sig eiga inni 30 milljónir evra, eða um 4,6 milljarða króna, vegna árangurstengdrar þóknunar. En Róbert var forstjóri Actavis, áður Delta, í tæp tíu ár. Félögin kröfðust þess að málinu yrði vísað frá og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það í gær. Árni sagði í gær, þegar leitað var viðbragða við frávísuninni, að hann hefði áhyggjur af drætti málsins þar sem hann óttaðist að félög Björgólfs sem stefnt var í málinu, færu í þrot áður en efnisdómur fengist fyrir dómstólum, þar sem búið væri að færa eignarhaldið á Actavis í annað félag í eigu Björgólfs. „Við höfum eðlilega áhyggjur af greiðslugetu félaga Björgólfs enda hefur hann og félögin sjálf skriflega lýst því yfir að eigið fé í Novator, félagi hans, sem við höfum stefnt geti ekki staðið við sínar skuldbindingar," segir Árni en Vísir hefur undir höndum póst frá Björgólfi til Róberts þar sem Björgólfur skrifar meðal annars orðrétt: „Eins og þú veist og rætt hefur verið á fundum með þér og fulltrúum þínum þá eiga sér stað viðræður á milli Actavis og DB um endurskipulagningu skulda félagsins. Eins og staðan er í dag þá er fyrirtækið yfir skuldsett og getur ekki staðið undir greiðslum á þeim lánum sem hvíla á félaginu. Þá er einnig ljóst að fjárhæð skulda er verulega umfram verðmæti félagsins og því ekkert eigið fé er eftir í strúktúrnum, þ.m.t. í Novator Pharma sárl (þar sem þú ert hluthafi) og Novator Pharma Holding Limited". Þess ber að geta að pósturinn var sendur í september 2009, eða um ári áður en Björgólfur samdi við kröfuhafa sína. En Árni áréttar ótta sinn vegna póstsins og segir: „Hann hefur komið verðmætustu eign sinni í Actavis Group í skjól og fært eignarhaldið til Tortóla í gegnum nokkur eignarhaldsfélög." Árni nefnir Actavis sérstaklega því eignarhald Björgólfs á félaginu er grundvöllur skuldauppgjörs hans samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi um málið á síðasta ári. Um skuldir Róberts segir Árni að fullyrðingar Ragnhildar séu einfaldlega rangar, „og virðast settar fram til þess eins að verjast umræðu um slæma stöðu félaga Björgólfs," bætir hann við. Spurður um stöðu Róberts segir Árni: „Björgólfur Thor eða talskona hans þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Róbert geri ekki upp skuldir sínar. Ljóst er að krafa Róberts á hendur félaga í eigu Björgólfs mun vel duga fyrir uppgjöri á skuldum hans."
Tengdar fréttir Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31 Segir Wessman skulda persónulega yfir 20 milljarða króna "Róbert Wessman hefur ákveðið að áfrýja frávísun Héraðsdóms og auðvitað er það sjálfsagður réttur hans, vilji hann halda málinu til streitu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, um ákvörðun Róberts Wessman að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær. 18. maí 2011 10:09 Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan „ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. 17. maí 2011 15:46 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31
Segir Wessman skulda persónulega yfir 20 milljarða króna "Róbert Wessman hefur ákveðið að áfrýja frávísun Héraðsdóms og auðvitað er það sjálfsagður réttur hans, vilji hann halda málinu til streitu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, um ákvörðun Róberts Wessman að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær. 18. maí 2011 10:09
Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan „ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. 17. maí 2011 15:46