Landsliðskonan Sunna Jónsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við bikarmeistara Fram og er þar með önnur Fylkiskonan sem fer yfir í Safamýrina því áður hafði markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir samið við Fram.
„Sunna er mikilvægur styrkur fyrir Fram þar sem tveir sterkir útileikmenn munu fara erlendis í atvinnumennsku," segir í Fréttatilkynningu frá Fram. Sunna gerði tveggja ára samning við Fram.
Sunna skoraði 98 mörk í 14 leikjum með Fylki í N1 deild kvenna á þessu tímabili eða 7,0 mörk að meðaltali í leik. Hún hefur verið í kringum landsliðið undanfarin ár, var með á EM í Danmörku og á að baki 19 A-landsleiki.
Handbolti