Innlent

Staðfesti gæsluvarðhald yfir Sigurjóni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason verður áfram í gæsluvarðhaldi.
Sigurjón Þ. Árnason verður áfram í gæsluvarðhaldi.
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Sigurjón var á föstudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar. Sigurjón kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem eins og fyrr segir fellst á gælsuvarðhaldskröfu sérstaks saksóknara.

Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn en var látinn laus í gær þar sem yfirheyslum yfir honum var lokið í bili.

Samkvæmt heimildum Vísis klofnaði dómurinn í afstöðu sinni. Tveir dómarar vildu Sigurjón áfram í gæsluvarðhaldi en sá þriðji vildi að hann yrði látinn laus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×