Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum 18. júní 2012 10:54 Margt bendir til þess að opnunin í Laxá í Kjós á miðvikudaginn verði með besta móti. Mynd/Hreggnasi Veiði í Laxá í Kjós og Bugðu hefst á miðvikudaginn og að vanda verða það leigutakar og stjórn veiðifélagsins sem hefja veiðar. Gott vatn er í ánum og vart hefur orðið við töluvert af laxi í veiðistöðum eins og Kvíslafossi, Laxfossi og Klingenberg á neðsta veiðisvæði Laxár. Horfur eru því góðar hvað varðar opnunina og snjóalög í fjöllum gefa einnig tilefni til bjartsýni varðandi vatnsbúskapinn fram eftir sumri. Ársvæðisnefnd Laxár í Kjós og Bugðu hefur að undanförnu unnið að því að hreinsa rusl úr ánum og merkja veiðistaði, auk þess að sinna viðhaldi á veiðihúsinu og aðgerðaraðstöðu. Þá hafa veiðistaðir verið lagfærðir í Bugðu og um helgina verður ráðist í sambærilegar framkvæmdir í Laxá, eins og kemur fram á heimasíðu leigutakans hreggnasi.is. Miklar breytingar geta orðið á veiðistöðum í flóðum frá því á haustmánuðum og fram á vor og á það ekki síst við um Bugðuna. Búið er að lagfæra Ólafoss, Bugavað, Bugðufoss og Einbúa. Ólafur Helgi Ólafsson, veiðivörður og leiðsögumaður í Kjósinni, segir að undanfarin hafi rennslið í Bugðufossinum spillt fyrir veiðimöguleikum en með lagfæringunum nú sé stengurinn niður í hylinn nákvæmlega eins og hann eigi að vera. Í Laxá verður farið í viðhald á veiðistöðunum Gautsholu, Stórusteinahyl, Kambshyl, Hálshyl og Þverárstreng á efsta veiðisvæðinu. Á veiðisvæði 4 verður Efri-Lambhagahylur lagfærður. Á frísvæðinu er búið að lagfæra aðgengi að Neðri-Hurðarbakshyl og komið verður fyrir stórgrýti á Heyvaði og Óseyri í von um að áin grafi sig niður og þar myndist betri veiðistaðir. Það má rifja upp opnun Laxár í fyrrasumar en mörg ár voru þá síðan eins vel gekk. Átta laxar fóru á þurrt á fyrstu vakt; sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Veiði í Laxá í Kjós og Bugðu hefst á miðvikudaginn og að vanda verða það leigutakar og stjórn veiðifélagsins sem hefja veiðar. Gott vatn er í ánum og vart hefur orðið við töluvert af laxi í veiðistöðum eins og Kvíslafossi, Laxfossi og Klingenberg á neðsta veiðisvæði Laxár. Horfur eru því góðar hvað varðar opnunina og snjóalög í fjöllum gefa einnig tilefni til bjartsýni varðandi vatnsbúskapinn fram eftir sumri. Ársvæðisnefnd Laxár í Kjós og Bugðu hefur að undanförnu unnið að því að hreinsa rusl úr ánum og merkja veiðistaði, auk þess að sinna viðhaldi á veiðihúsinu og aðgerðaraðstöðu. Þá hafa veiðistaðir verið lagfærðir í Bugðu og um helgina verður ráðist í sambærilegar framkvæmdir í Laxá, eins og kemur fram á heimasíðu leigutakans hreggnasi.is. Miklar breytingar geta orðið á veiðistöðum í flóðum frá því á haustmánuðum og fram á vor og á það ekki síst við um Bugðuna. Búið er að lagfæra Ólafoss, Bugavað, Bugðufoss og Einbúa. Ólafur Helgi Ólafsson, veiðivörður og leiðsögumaður í Kjósinni, segir að undanfarin hafi rennslið í Bugðufossinum spillt fyrir veiðimöguleikum en með lagfæringunum nú sé stengurinn niður í hylinn nákvæmlega eins og hann eigi að vera. Í Laxá verður farið í viðhald á veiðistöðunum Gautsholu, Stórusteinahyl, Kambshyl, Hálshyl og Þverárstreng á efsta veiðisvæðinu. Á veiðisvæði 4 verður Efri-Lambhagahylur lagfærður. Á frísvæðinu er búið að lagfæra aðgengi að Neðri-Hurðarbakshyl og komið verður fyrir stórgrýti á Heyvaði og Óseyri í von um að áin grafi sig niður og þar myndist betri veiðistaðir. Það má rifja upp opnun Laxár í fyrrasumar en mörg ár voru þá síðan eins vel gekk. Átta laxar fóru á þurrt á fyrstu vakt; sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði