Endurmeta þarf forvarnastefnuna Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin. Eftir hrun krónunnar árið 2008 og dýrtíðina sem þá tók við hefur framleiðsla á kannabisefnum tekið kipp hér á landi, að því er fram kemur í nýrri samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru á skrá lögreglu árið 2007 um tuttugu brot sem tengdust kannabisframleiðslu, en voru orðin 180 þremur árum síðar. Um leið margfaldaðist fjöldi kannabisplantna sem lögregla gerði upptækar. Árið 2007 voru plönturnar um þúsund talsins en síðustu ár hefur fjöldinn verið á bilinu sex til tíu þúsund. Á sama tíma hafa rannsóknir sýnt að neysla kannabisefna, og þá helst maríjúana, hefur stóraukist hjá ungu fólki. Í fyrrahaust var frá því greint íslensk ungmenni ættu Norðurlandamet í maríjúananeyslu. Og ekki þarf annað en að ræða við framhaldsskólanema til að fá staðfest að þeir eiga auðveldara með að nálgast kannabisefni en áfengi. Þá virðist lítið svarað linnulausum áróðri um meint skaðleysi kannabisreykinga þar sem eiturlyfjasalar og hasshausar sem réttlæta vilja eigin neyslu vitna gjarnan í eldgamlar rannsóknir. „Kannabisefni eru einu ólöglega vímuefnin á Vesturlöndum sem eiga sér aðdáendahóp, „kannabisbullurnar" sem berjast skipulega fyrir lögleiðingu þeirra," segir á vef SÁÁ. Minna fer fyrir því að haldið sé á lofti nýrri rannsóknum sem sanna skaðsemi þessa eiturlyfs, hvernig það eyðileggur námsgetu (sem væntanlega bætir gráu ofan á svart í tölfræði um unglinga sem ekki geta lesið sér til gagns), ógnar geðheilsu og veldur ánetjan sem hefur í för með sér veruleg fráhvarfseinkenni. Því má að minnsta kosti velta fyrir sér hvort hátt verð og aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í forvarnaskyni til að beina ungu fólki frá áfengi, svo sem blástursmælingar við inngang á dansleikjum framhaldsskóla, ýti fremur undir að ungmennin leiti annarra vímugjafa, svo sem maríjúana. Eftir uppgang þeirrar framleiðslu síðustu ár er bæði ódýrara og auðveldara fyrir ungmenni að hafa upp á slíkum efnum, auk þess sem þau sleppa óhindrað í gegn um blástursmælingu skólanna sem viðhafa slík meðul. Vitanlega væri allra best að ungdómurinn héldi sig frá vímuefnaneyslu í hvaða mynd sem hún er, lögleg eða ólögleg. Með fræðslu og þeirri fyrirmynd sem felst í eðlilegri umgengni við áfengi má hins vegar teljast líklegra að neysla ungmenna hefjist síðar og verði fremur innan ramma laga og reglna en raunin er í núverandi fyrirkomulagi. Ekki verður fram hjá því horft að tölurnar virðast benda til þess að þjóðin hafi með stefnu sinni í forvarnamálum verðlagt áfengi út af markaðnum í ákveðnum kreðsum og búið til rými fyrir aðra ólöglega vímugjafa. Hlýtur þar að vera komið fullt tilefni til að endurmeta virkni þeirra forvarnameðala sem hingað til hefur verið beitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin. Eftir hrun krónunnar árið 2008 og dýrtíðina sem þá tók við hefur framleiðsla á kannabisefnum tekið kipp hér á landi, að því er fram kemur í nýrri samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru á skrá lögreglu árið 2007 um tuttugu brot sem tengdust kannabisframleiðslu, en voru orðin 180 þremur árum síðar. Um leið margfaldaðist fjöldi kannabisplantna sem lögregla gerði upptækar. Árið 2007 voru plönturnar um þúsund talsins en síðustu ár hefur fjöldinn verið á bilinu sex til tíu þúsund. Á sama tíma hafa rannsóknir sýnt að neysla kannabisefna, og þá helst maríjúana, hefur stóraukist hjá ungu fólki. Í fyrrahaust var frá því greint íslensk ungmenni ættu Norðurlandamet í maríjúananeyslu. Og ekki þarf annað en að ræða við framhaldsskólanema til að fá staðfest að þeir eiga auðveldara með að nálgast kannabisefni en áfengi. Þá virðist lítið svarað linnulausum áróðri um meint skaðleysi kannabisreykinga þar sem eiturlyfjasalar og hasshausar sem réttlæta vilja eigin neyslu vitna gjarnan í eldgamlar rannsóknir. „Kannabisefni eru einu ólöglega vímuefnin á Vesturlöndum sem eiga sér aðdáendahóp, „kannabisbullurnar" sem berjast skipulega fyrir lögleiðingu þeirra," segir á vef SÁÁ. Minna fer fyrir því að haldið sé á lofti nýrri rannsóknum sem sanna skaðsemi þessa eiturlyfs, hvernig það eyðileggur námsgetu (sem væntanlega bætir gráu ofan á svart í tölfræði um unglinga sem ekki geta lesið sér til gagns), ógnar geðheilsu og veldur ánetjan sem hefur í för með sér veruleg fráhvarfseinkenni. Því má að minnsta kosti velta fyrir sér hvort hátt verð og aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í forvarnaskyni til að beina ungu fólki frá áfengi, svo sem blástursmælingar við inngang á dansleikjum framhaldsskóla, ýti fremur undir að ungmennin leiti annarra vímugjafa, svo sem maríjúana. Eftir uppgang þeirrar framleiðslu síðustu ár er bæði ódýrara og auðveldara fyrir ungmenni að hafa upp á slíkum efnum, auk þess sem þau sleppa óhindrað í gegn um blástursmælingu skólanna sem viðhafa slík meðul. Vitanlega væri allra best að ungdómurinn héldi sig frá vímuefnaneyslu í hvaða mynd sem hún er, lögleg eða ólögleg. Með fræðslu og þeirri fyrirmynd sem felst í eðlilegri umgengni við áfengi má hins vegar teljast líklegra að neysla ungmenna hefjist síðar og verði fremur innan ramma laga og reglna en raunin er í núverandi fyrirkomulagi. Ekki verður fram hjá því horft að tölurnar virðast benda til þess að þjóðin hafi með stefnu sinni í forvarnamálum verðlagt áfengi út af markaðnum í ákveðnum kreðsum og búið til rými fyrir aðra ólöglega vímugjafa. Hlýtur þar að vera komið fullt tilefni til að endurmeta virkni þeirra forvarnameðala sem hingað til hefur verið beitt.