Út með pólitíkina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. október 2012 00:00 Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Skýrsla nefndarinnar opinberar yfirgengilegt rugl í rekstri þessa stóra og mikilvæga fyrirtækis, sem er þeim mun dapurlegra í ljósi þess hversu miklir hagsmunir almennings eru í húfi. Ruglið hófst í tíð Reykjavíkurlistans, þegar menn misstu gjörsamlega sjónar á grundvallarhlutverki Orkuveitunnar, fóru að leggja fé í misglæfraleg ævintýri, allt frá umfangsmiklum fjarskiptarekstri sem hefur aldrei borið sig til spennandi risarækjueldis. Á sama tíma keypti OR upp önnur veitufyrirtæki um allar jarðir og nú upplýsist að það gerðist oft og iðulega án þess að það væri borið undir stjórn fyrirtækisins fyrir fram. Það sem úttektarnefndin upplýsir um skort á fyrirhyggju í rekstrinum, skort á arðsemismati við fjárfestingar, skeytingarleysi um gengisvarnir sem hefur síðan komið herfilega niður á fjárhag OR og fleira af því tagi vekur raunar mikla furðu. Það er með ólíkindum að þetta stóra fyrirtæki í eigu almennings skuli hafa verið rekið með þessum hætti. Vegna þess að eigendur og stjórn Orkuveitunnar vissu ekki hvar átti að draga mörkin um hlutverk hennar var eftirlit þeirra með gjörðum stjórnenda hins vegar í molum. Það bætti síðan gráu ofan á svart hvað sumum stjórnarmönnum fannst augljóslega gaman og fullnægjandi fyrir valdagirndina að vera í stórbisniss með peninga skattgreiðenda. Lýsingarnar á bruðlinu í kringum byggingu nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins eru ævintýri líkastar og verður að draga í efa að peningum skattgreiðenda hafi oft verið eytt í meiri vitleysu. REI-málið er svo kórónan á ruglinu, sem hafði víðtækar afleiðingar fyrir borgarmálapólitíkina í Reykjavík og traust almennings á fólkinu sem þar hefur haldið um stjórnartaumana. Af því máli ekki sízt ættu menn að læra að pólitík og áhættu- og samkeppnisrekstur eru skelfileg og baneitruð blanda. Eins og úttektarnefndin bendir svo kurteislega á varð stjórn OR „vettvangur pólitískra átaka í borgarstjórn Reykjavíkur". Það þýddi að ekki var reynt að ná samstöðu um ákvarðanir; stjórnmálamenn fluttu með sér umræðuhefðina úr borgarstjórnarsalnum og skiptust á hnyttnum bókunum á stjórnarfundum í stað þess að reyna að reka fyrirtækið skynsamlega. Í raun gerði þetta stjórnina hlægilega út á við og inn á við valdalitla gagnvart forstjóra sem vissi betur hvað hann vildi en pólitíkusarnir. Úttektarnefndin segir veigamikil rök hníga að því að stjórn Orkuveitunnar sé eingöngu skipuð öðrum en kjörnum fulltrúum, það er að segja fólki sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum fyrirtækisins og rekstri almennt. Sveitarstjórnarmenn eigi hins vegar að einbeita sér að því að tryggja hagsmuni íbúanna og skilgreina hlutverk þeirra fyrirtækja sem sveitarfélagið rekur. Þetta er góð tillaga og ástæða til að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Skýrsla nefndarinnar opinberar yfirgengilegt rugl í rekstri þessa stóra og mikilvæga fyrirtækis, sem er þeim mun dapurlegra í ljósi þess hversu miklir hagsmunir almennings eru í húfi. Ruglið hófst í tíð Reykjavíkurlistans, þegar menn misstu gjörsamlega sjónar á grundvallarhlutverki Orkuveitunnar, fóru að leggja fé í misglæfraleg ævintýri, allt frá umfangsmiklum fjarskiptarekstri sem hefur aldrei borið sig til spennandi risarækjueldis. Á sama tíma keypti OR upp önnur veitufyrirtæki um allar jarðir og nú upplýsist að það gerðist oft og iðulega án þess að það væri borið undir stjórn fyrirtækisins fyrir fram. Það sem úttektarnefndin upplýsir um skort á fyrirhyggju í rekstrinum, skort á arðsemismati við fjárfestingar, skeytingarleysi um gengisvarnir sem hefur síðan komið herfilega niður á fjárhag OR og fleira af því tagi vekur raunar mikla furðu. Það er með ólíkindum að þetta stóra fyrirtæki í eigu almennings skuli hafa verið rekið með þessum hætti. Vegna þess að eigendur og stjórn Orkuveitunnar vissu ekki hvar átti að draga mörkin um hlutverk hennar var eftirlit þeirra með gjörðum stjórnenda hins vegar í molum. Það bætti síðan gráu ofan á svart hvað sumum stjórnarmönnum fannst augljóslega gaman og fullnægjandi fyrir valdagirndina að vera í stórbisniss með peninga skattgreiðenda. Lýsingarnar á bruðlinu í kringum byggingu nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins eru ævintýri líkastar og verður að draga í efa að peningum skattgreiðenda hafi oft verið eytt í meiri vitleysu. REI-málið er svo kórónan á ruglinu, sem hafði víðtækar afleiðingar fyrir borgarmálapólitíkina í Reykjavík og traust almennings á fólkinu sem þar hefur haldið um stjórnartaumana. Af því máli ekki sízt ættu menn að læra að pólitík og áhættu- og samkeppnisrekstur eru skelfileg og baneitruð blanda. Eins og úttektarnefndin bendir svo kurteislega á varð stjórn OR „vettvangur pólitískra átaka í borgarstjórn Reykjavíkur". Það þýddi að ekki var reynt að ná samstöðu um ákvarðanir; stjórnmálamenn fluttu með sér umræðuhefðina úr borgarstjórnarsalnum og skiptust á hnyttnum bókunum á stjórnarfundum í stað þess að reyna að reka fyrirtækið skynsamlega. Í raun gerði þetta stjórnina hlægilega út á við og inn á við valdalitla gagnvart forstjóra sem vissi betur hvað hann vildi en pólitíkusarnir. Úttektarnefndin segir veigamikil rök hníga að því að stjórn Orkuveitunnar sé eingöngu skipuð öðrum en kjörnum fulltrúum, það er að segja fólki sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum fyrirtækisins og rekstri almennt. Sveitarstjórnarmenn eigi hins vegar að einbeita sér að því að tryggja hagsmuni íbúanna og skilgreina hlutverk þeirra fyrirtækja sem sveitarfélagið rekur. Þetta er góð tillaga og ástæða til að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun