Skref áfram til nýrra afreka Trausti Júlíusson skrifar 11. október 2012 00:01 Retro Stefson Þessi nýja plata Retro Stefson sem er samnefnd sveitinni er hennar þriðja, en jafnframt sú fyrsta sem krakkarnir sjö úr Austurbæjarskólanum taka upp eftir að þeir gerðu samning við Universal plöturisann. Fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar voru báðar mjög góðar. Sú fyrri, Montana, var frekar einfalt sambland af íslensku poppi og heimstónlist, en á plötu númer tvö, Kimbabwe, var hljómsveitin búin að þétta útsetningarnar og bæta áhrifum frá rafpoppi, rokki og danstónlist í blönduna. Á nýju plötunni gengur hljómsveitin enn þá lengra í átt til rafpopps og danstónlistar. Hljómurinn er orðinn bæði dýpri og fágaðri og hljóðheimurinn er enn þá auðugri en áður. Þetta er nútímalegt popp með alþjóðlegu yfirbragði. Lagasmíðarnar eru misjafnar, en í flestum þeirra eru takturinn og söngmelódían mikilvægust. Retro Stefson hefur aldrei átt í vandræðum með að semja grípandi lög og á nýju plötunni er nóg af þeim; Glow, Qween, Miss Nobody, Julia, She Said? Inni á milli eru svo öðruvísi lög sem auka á fjölbreytileikann og styrkja heildarsvipinn. Opnunarlagið Solaris er frábært, rólegt og stemningsfullt. Kami tekur skemmtilega stefnu í miðju lagi og synthaópin í Time minna á einhvern gamlan "happy hardcore"-klúbbaslagara. Það leynist margt í þessum lögum. Útsetningarnar eru hugmyndaríkar, en auk sjömenninganna í hljómsveitinni koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. tveir strengjaleikarar, Sigríður Thorlacius söngkona og Sigtryggur Baldursson slagverksleikari. Þá spila Hermigervill og Styrmir Hauksson á synta og slagverk, en þeir tveir stjórnuðu upptökum ásamt meðlimum hljómsveitarinnar. Á heildina litið er þessi þriðja plata Retro Stefson flott framhald af síðustu plötu og skref áfram til nýrra afreka. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur hún fær úti í hinum stóra heimi alþjóðapoppsins. Það þarf líka að minnast á umbúðirnar, en fyrstu tvö þúsund eintökin koma í sérstöku umslagi sem er þannig hannað að þú getur valið hvaða meðlimur sveitarinnar prýðir framhliðina, og skipt honum út ef þér sýnist svo. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Þessi nýja plata Retro Stefson sem er samnefnd sveitinni er hennar þriðja, en jafnframt sú fyrsta sem krakkarnir sjö úr Austurbæjarskólanum taka upp eftir að þeir gerðu samning við Universal plöturisann. Fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar voru báðar mjög góðar. Sú fyrri, Montana, var frekar einfalt sambland af íslensku poppi og heimstónlist, en á plötu númer tvö, Kimbabwe, var hljómsveitin búin að þétta útsetningarnar og bæta áhrifum frá rafpoppi, rokki og danstónlist í blönduna. Á nýju plötunni gengur hljómsveitin enn þá lengra í átt til rafpopps og danstónlistar. Hljómurinn er orðinn bæði dýpri og fágaðri og hljóðheimurinn er enn þá auðugri en áður. Þetta er nútímalegt popp með alþjóðlegu yfirbragði. Lagasmíðarnar eru misjafnar, en í flestum þeirra eru takturinn og söngmelódían mikilvægust. Retro Stefson hefur aldrei átt í vandræðum með að semja grípandi lög og á nýju plötunni er nóg af þeim; Glow, Qween, Miss Nobody, Julia, She Said? Inni á milli eru svo öðruvísi lög sem auka á fjölbreytileikann og styrkja heildarsvipinn. Opnunarlagið Solaris er frábært, rólegt og stemningsfullt. Kami tekur skemmtilega stefnu í miðju lagi og synthaópin í Time minna á einhvern gamlan "happy hardcore"-klúbbaslagara. Það leynist margt í þessum lögum. Útsetningarnar eru hugmyndaríkar, en auk sjömenninganna í hljómsveitinni koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. tveir strengjaleikarar, Sigríður Thorlacius söngkona og Sigtryggur Baldursson slagverksleikari. Þá spila Hermigervill og Styrmir Hauksson á synta og slagverk, en þeir tveir stjórnuðu upptökum ásamt meðlimum hljómsveitarinnar. Á heildina litið er þessi þriðja plata Retro Stefson flott framhald af síðustu plötu og skref áfram til nýrra afreka. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur hún fær úti í hinum stóra heimi alþjóðapoppsins. Það þarf líka að minnast á umbúðirnar, en fyrstu tvö þúsund eintökin koma í sérstöku umslagi sem er þannig hannað að þú getur valið hvaða meðlimur sveitarinnar prýðir framhliðina, og skipt honum út ef þér sýnist svo.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira