Logi: Þetta er mín lokatilraun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2012 07:00 Hinn þrítugi Logi viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að leggja skóna á hilluna. Hann mun því reyna einu sinni enn. fréttablaðið/stefán Logi Geirsson gaf það út fyrir rúmu ári að hann væri hættur handknattleiksiðkun, aðeins 28 ára að aldri. Axlarmeiðsli neyddu hann til þess að hætta. Á þrítugsafmælisdaginn sinn, sem var í gær, gaf Logi það aftur á móti út að hann ætlaði að reyna einu sinni enn. „Ég ætla að spila minn fyrsta leik með FH í vetur gegn Aftureldingu þann 25. október. Þá verð ég klár í slaginn," sagði Logi ákveðinn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til þess að ná sér góðum af meiðslunum fór hann í ferð til Englands fyrir Ólympíuleikana í sumar og sú ferð breytti miklu. „Þar hitti ég axlarsérfræðing sem á að vera mjög góður. Eftir að hafa sent honum mína sögu var hann til í að hitta mig. Hann hafði meðhöndlað kastara í krikket sem var með svipuð einkenni og ég. Hann vildi því fá að hitta mig. Meðhöndlunin þar var önnur og smám saman hef ég verið að hressast," sagði stórskyttan kát sem hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. „Ég hef verið að mæta einstaka sinnum á æfingar með FH síðan í sumar og alltaf orðið betri. Nú er ég allt í einu orðinn bestur á æfingum hjá liðinu," sagði Logi kokhraustur, en skortur á sjálfstrausti hefur aldrei verið einn af hans veikleikum. „Þetta er tíminn til þess að prófa á nýjan leik. Ég spila ekki handbolta þegar ég verð orðinn fimmtugur. Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er handbolti það sem ég er bestur í. Ég vil ekkert meira en að spila handbolta sem mér finnst svo skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið stigvaxandi hjá mér og því um að gera að láta á þetta reyna." Þó svo engin trygging sé fyrir því hvort Logi geti verið með liðinu í allan vetur þá hefur Logi strax sett sér háleit markmið. „Ég hef alltaf gert það og það mun seint breytast. Ég er því að fara að vera með til þess að vinna alla titla. Ég vil hjálpa FH að ná titlinum aftur í Kaplakrika. Þar á Íslandsbikarinn heima," sagði Logi, sem viðurkennir að ef þetta gangi ekki upp núna þá sé handboltinn búið spil. „Þetta er mín lokatilraun. Ég hef verið að bíða eftir þessu tækifæri og því stekk ég á þetta núna. Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp. Ég get lofað því. Áætlunin er því að koma rólega inn í þetta núna og sjá hvernig fer hjá mér. Ég er samt mættur og ætla mér stóra hluti eins og alltaf." Þó svo að Logi hafi ekki spilað handbolta lengi hefur hann ekki slegið slöku við í ræktinni og er í frábæru líkamlegu formi. „Ég er tíu kílóum léttari en þegar ég var atvinnumaður. Ég er svínfljótur fyrir vikið. Það er eitthvað sem ég verð að nýta mér," sagði Logi Geirsson, en endurkoma hans mun klárlega lífga mikið upp á N1-deildina enda var Logi einn litríkasti karakterinn í íslensku íþróttalífi. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Logi Geirsson gaf það út fyrir rúmu ári að hann væri hættur handknattleiksiðkun, aðeins 28 ára að aldri. Axlarmeiðsli neyddu hann til þess að hætta. Á þrítugsafmælisdaginn sinn, sem var í gær, gaf Logi það aftur á móti út að hann ætlaði að reyna einu sinni enn. „Ég ætla að spila minn fyrsta leik með FH í vetur gegn Aftureldingu þann 25. október. Þá verð ég klár í slaginn," sagði Logi ákveðinn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til þess að ná sér góðum af meiðslunum fór hann í ferð til Englands fyrir Ólympíuleikana í sumar og sú ferð breytti miklu. „Þar hitti ég axlarsérfræðing sem á að vera mjög góður. Eftir að hafa sent honum mína sögu var hann til í að hitta mig. Hann hafði meðhöndlað kastara í krikket sem var með svipuð einkenni og ég. Hann vildi því fá að hitta mig. Meðhöndlunin þar var önnur og smám saman hef ég verið að hressast," sagði stórskyttan kát sem hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. „Ég hef verið að mæta einstaka sinnum á æfingar með FH síðan í sumar og alltaf orðið betri. Nú er ég allt í einu orðinn bestur á æfingum hjá liðinu," sagði Logi kokhraustur, en skortur á sjálfstrausti hefur aldrei verið einn af hans veikleikum. „Þetta er tíminn til þess að prófa á nýjan leik. Ég spila ekki handbolta þegar ég verð orðinn fimmtugur. Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er handbolti það sem ég er bestur í. Ég vil ekkert meira en að spila handbolta sem mér finnst svo skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið stigvaxandi hjá mér og því um að gera að láta á þetta reyna." Þó svo engin trygging sé fyrir því hvort Logi geti verið með liðinu í allan vetur þá hefur Logi strax sett sér háleit markmið. „Ég hef alltaf gert það og það mun seint breytast. Ég er því að fara að vera með til þess að vinna alla titla. Ég vil hjálpa FH að ná titlinum aftur í Kaplakrika. Þar á Íslandsbikarinn heima," sagði Logi, sem viðurkennir að ef þetta gangi ekki upp núna þá sé handboltinn búið spil. „Þetta er mín lokatilraun. Ég hef verið að bíða eftir þessu tækifæri og því stekk ég á þetta núna. Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp. Ég get lofað því. Áætlunin er því að koma rólega inn í þetta núna og sjá hvernig fer hjá mér. Ég er samt mættur og ætla mér stóra hluti eins og alltaf." Þó svo að Logi hafi ekki spilað handbolta lengi hefur hann ekki slegið slöku við í ræktinni og er í frábæru líkamlegu formi. „Ég er tíu kílóum léttari en þegar ég var atvinnumaður. Ég er svínfljótur fyrir vikið. Það er eitthvað sem ég verð að nýta mér," sagði Logi Geirsson, en endurkoma hans mun klárlega lífga mikið upp á N1-deildina enda var Logi einn litríkasti karakterinn í íslensku íþróttalífi.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira