Æfingin skapar meistarann Sigga Dögg skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Spurning: Ég er kona á fertugsaldri og langar mikið til þess að finna leiðir til þess að fá sterkari fullnægingu og á margvíslegan hátt. Málið er að ég bjó með sama manninum í áratug, en er nú fráskilin, og ég hef alltaf notað sömu aðferðina til þess að fá fullnægingu, það er þurft að vera ofan á og sjá um það sjálf. Ég hef ekki getað fengið hana öðruvísi, en samt alltaf fengið fullnægingu engu að síður. Spurning: Undanfarið þegar ég hef stundað kynlíf þá hefur það verið frekar erfitt en gott þegar það gerist en mig langar bara svo að það geti gerst einhvern veginn öðruvísi og að ég þurfi ekki alltaf að nota sömu aðferðina. Eru til einhverjar aðrar leiðir eða get ég gert eitthvað sem örvar mig meira? Ég hef verið nokkrum sinnum með sama manninum í röð undanfarið og hann hefur ýmsa takta en það hefur ekki virkað, það gerist ekkert nema að ég skelli mér ofan á og geri þetta sjálf!Svar: Þetta hljómar eins og þú sért búin að skilyrða líkamann í þessa eina stellingu og fullnægingin bíði bara sallaróleg þar til þú kemur þér í hana. Líkaminn er hins vegar svo magnaður, við getum kennt honum ýmislegt og breytt út af vana. Þú minnist ekkert á sjálfsfróun og hvernig þú færð fullnægingu þegar þú stundar hana. Það gæti verið ágætur staður til að byrja að vinna með líkamanum. Þegar konan er ofan á þá stjórnar hún dýpt limsins og hraða samfaranna. Hún getur ruggað sér fram og aftur til að fá örvun á sníp og barma og jafnvel notað hendurnar samhliða og því hentar þessi stellingum mörgum konum mjög vel. Flestar konur þurfa að örva snípinn samhliða samförum til að fá fullnægingu en það ætti ekki að vera bundið við stellinguna svo lengi sem þér líður vel og þú, eða hann, eigið auðvelt með að örva snípinn. Það getur einnig verið að þú náir ekki fullnægingu nema eftir ákveðna upphitun, sem er mjög algengt. Þá getur einnig spilað inn í einbeitning en ef heilinn er ekki með í för getur fullnæging látið á sér standa. Nú er það bara gamla góða vísan, æfingin skapar meistarann. Þú gætir þurft að sýna líkama þínum smá þolinmæði og ekki væri verra að nota sleipiefni og jafnvel prófa lítinn titrara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Spurning: Ég er kona á fertugsaldri og langar mikið til þess að finna leiðir til þess að fá sterkari fullnægingu og á margvíslegan hátt. Málið er að ég bjó með sama manninum í áratug, en er nú fráskilin, og ég hef alltaf notað sömu aðferðina til þess að fá fullnægingu, það er þurft að vera ofan á og sjá um það sjálf. Ég hef ekki getað fengið hana öðruvísi, en samt alltaf fengið fullnægingu engu að síður. Spurning: Undanfarið þegar ég hef stundað kynlíf þá hefur það verið frekar erfitt en gott þegar það gerist en mig langar bara svo að það geti gerst einhvern veginn öðruvísi og að ég þurfi ekki alltaf að nota sömu aðferðina. Eru til einhverjar aðrar leiðir eða get ég gert eitthvað sem örvar mig meira? Ég hef verið nokkrum sinnum með sama manninum í röð undanfarið og hann hefur ýmsa takta en það hefur ekki virkað, það gerist ekkert nema að ég skelli mér ofan á og geri þetta sjálf!Svar: Þetta hljómar eins og þú sért búin að skilyrða líkamann í þessa eina stellingu og fullnægingin bíði bara sallaróleg þar til þú kemur þér í hana. Líkaminn er hins vegar svo magnaður, við getum kennt honum ýmislegt og breytt út af vana. Þú minnist ekkert á sjálfsfróun og hvernig þú færð fullnægingu þegar þú stundar hana. Það gæti verið ágætur staður til að byrja að vinna með líkamanum. Þegar konan er ofan á þá stjórnar hún dýpt limsins og hraða samfaranna. Hún getur ruggað sér fram og aftur til að fá örvun á sníp og barma og jafnvel notað hendurnar samhliða og því hentar þessi stellingum mörgum konum mjög vel. Flestar konur þurfa að örva snípinn samhliða samförum til að fá fullnægingu en það ætti ekki að vera bundið við stellinguna svo lengi sem þér líður vel og þú, eða hann, eigið auðvelt með að örva snípinn. Það getur einnig verið að þú náir ekki fullnægingu nema eftir ákveðna upphitun, sem er mjög algengt. Þá getur einnig spilað inn í einbeitning en ef heilinn er ekki með í för getur fullnæging látið á sér standa. Nú er það bara gamla góða vísan, æfingin skapar meistarann. Þú gætir þurft að sýna líkama þínum smá þolinmæði og ekki væri verra að nota sleipiefni og jafnvel prófa lítinn titrara.