Tónlist

Leonard Cohen tónleikar í Iðnó

The Saints of Boogie Street er svokallað ábreiðuband fyrir tónlistarmanninn Leonard Cohen og spilar eingöngu tónlist eftir hann.
The Saints of Boogie Street er svokallað ábreiðuband fyrir tónlistarmanninn Leonard Cohen og spilar eingöngu tónlist eftir hann.
„Við spilum eingöngu tónlist eftir Leonard Cohen," segir Ólafur Kristjánsson bassaleikari ábreiðubandsins The Saints of Boogie Street, sem gaf út diskinn Leonard Cohen Covered í síðustu viku.

Á disknum er að finna fjórtán lög frá Cohen í nýjum útsetningum. Diskurinn hefur fallið vel í kramið víða og meðal annars hefur hljómsveitinni verið boðið að taka þátt í einni stæstu Leonard Cohen-hátíðinni í heiminum í Madison í Bandaríkjunum nú í sumar. „Hátíðin verður um verslunarmannahelgina og við erum svo ofur upptekin þá helgi að við komumst ekki. En það er ferlega gaman að vera boðið," segir Ólafur.

Cohen sjálfur hefur sent hljómsveitinni góðar kveðjur í gegnum ritara á einni af aðdáendasíðunum sínum, en sá dásamaði plötu íslensku hljómsveitarinnar í hástert. „Cohen er ekki búinn að fá plötuna í hendurnar ennþá, en hún er í póstinum," segir Ólafur.

The Saints of Boogie Street stefnir á tónleika víða um land á næstu mánuðum og hefst fjörið með veglegum útgáfutónleikum í Iðnó á morgun, föstudag, klukkan 20.30. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.