Sigur Rós hefur bókað sig á fimmtán tónleika í Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Portúgal, Þýskaland og Bretland verða á meðal viðkomustaða.
Allir hljóðfæraleikararnir sem aðstoðuðu hljómsveitina í sumar þegar hún spilaði á hinum ýmsu tónlistarhátíðum verða með í för.
Þrátt fyrir sama fólkið verða tónleikarnir með öðru sniði en áður og ætla Jónsi og félagar að spila glæný lög sem voru samin eftir að platan Valtari kom út í maí síðastliðnum.
Lífið