Folf er allt öðruvísi en golf 8. júní 2012 10:00 Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni opnaði síðasta sumar. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira